Undravera
Lyrics
undravera
máttarvera
leggðu fræ að mínu vori full af þori
beint í moldu góðra verka
sláðu eld að mínu moði að ég skoði
önnur mið að hinu merka
máttarvera
undravera
hafið svarta
í mig nartar
brimið brýtur niður kletta
straumar hrinda hinu létta
milli skerja
hvassra glerja
dragðu mig upp
úr ánauðar pitt
leyf mér að bera
merki þitt
hentu mér fram
hátt upp á ský
leyf því að bera
þrumugný
kastaðu eldi á
helkuldans dauðans ljá
og bræddu klakann allan frá
dauðinn hyllir
allt til kverka
rifinn á kviði
upp hrifinn af brimi serkja
maður fylltur fári
hulinn báli í iðrum verkja
máttarvera
undravera
mōgru árin enduð illa
hrunin er mín lífsins hilla
lífið laust í alla enda
lækir fullir efasemda
reistu mig upp
hærra til þín
leyf mér að finna
ástina á ný
sendu mig fram
hátt yfir ský
hljóð mitt skal kynna
þrumugný
kastaðu eldi á
helkuldans dauðans ljá
og bræddu klakann frá
Writer(s): Unnar Sigurmundsson
Copyright(s): Lyrics © Kobalt Music Publishing Ltd.
Lyrics Licensed & Provided by LyricFind
The Meaning of Undravera
Be the first!
Post your thoughts on the meaning of "Undravera".